Þráðlaus net
- Access Card = þráðlaust netkort í tölvur og annan búnað
- Access Point = þráðlaus aðgangspunktur - tæki með litlu loftneti, sem tölvur geta tengst þráðlaust
- BWA = Broadband Wireless Access - háhraðatenging
- FWA = Fixed Wireless Access - föst þráðlaus tenging
- Hotspot = þráðlaust tengisvæði í opinberu rými
- MAC address = vistfang netkorta - nokkurs konar "kennitala" sem þau fá í framleiðslu og eru engin eins
- R-LAN = Radio Local Area Network - þráðlaust staðarnet
- SSID = Service Set Identifier - auðkenni endurvarps þráðlauss staðarnets. Æskilegt að fela öryggisins vegna
- WAS = Wireless Access System - þráðlaust aðgangskerfi
- WEP = Wired Equivalent Privacy - dulkóðun, sem kemur í veg fyrir hleranir en er töluvert veikari en WPA
- Wi-Fi = Wireless-Fidelity - vörumerki og staðlar samtaka um betri þráðlaus staðarnet
- Wi-Fi hotspot = heitur reitur sem uppfyllir Wi-Fi staðlana
- Wi-Fi Zone = samansafn af Wi-Fi heitum reitum á tilteknu svæði, borgarhluta eða jafnvel heilu borgirnar
- WLAN = Wireless Local Area Network - þráðlaust staðarnet
- WPA/WPA2 = WI-FI Protected Access - öflug dulkóðun sem byggir á breytanlegum lyklum. WPA2 er sterkust